Dvergaborgir 8, Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð119.80 m2 5Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur


Fjölhús fasteignasala kynnir bjarta og fallega, mikið endurnýjaða íbúð á þriðju og fjórðu hæð (efstu) í litlu fjölbýli við Dvergaborgir 8, í Grafarvogi.
Um er að ræða bjarta og vel skipulagða 5 til 6 herbergja íbúð á tveimur hæðum, skráð 119,8 fm. þó er grunnflötur íbúðar töluvert meiri þar sem hluti efri hæðar er undir súð.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, hjónaherbergi, þrjú til fjögur barnaherbergi, baðherbergi, þvottahús/snyrtingu
og tvennar svalir.

Nánari lýsing:

Neðri hæð íbúðar:
Gengið er af opnum svalagangi inn í flísalagða forstofu með fataskáp. 

Eldhús, stofa og borðstofa eru í opnu rými, parket á gólfum. Úr stofu er gengið út á suður-svalir
Eldhús með nýrri innréttingu, ný tæki, span helluborð og innfeldur veggofn.

Tvö góð barnaherberg eru á neðri hæð annað með skápum.
Baðherbergi er nýlega endurnýjað góðar innréttingar og flísalagt í hólf og gólf.
Efri hæð íbúðar:   Gengið er upp teppalagðan stiga á efri hæð íbúðar. 
Gott sjónvarpshol.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum skápum. Úr svefnherbergi er gengið út á vestursvalir, fallegt útsýni.
á efri hæð eru einnig tvö barnaherbergi annað þeirra er með þakglugga en er merkt geymsla á teikningum.
Þvottahús/snyrting með glugga, flísar á gólfi.


Sérlega góð eign á góðum stað sem hefur mikið verið endurnýjuð. Nýlegt harðparket á öllum gólfum utan votrými, nýlegar innihurðar, nýtt eldhús og baðherbergi.
Fjölskylduvænt umhverfi, sutt í leik-, grunn og framhaldsskóla ásamt allri helstu þjónustu. Frábærar gönguleiðir, útivistasvæði og golfvöllur í nágrenninu.

Nánari upplýsingar veita:
Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali, gudbjorg@fjolhus.is, gsm: 899 5533
Thelma Víglundsdóttir löggiltur fasteignasali, thelma@fjolhus.is, gsm: 860 4700 
Heimasíða www.fjolhus.is   Við erum á Facebook https://www.facebook.com/www.fjolhus.is/

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa:
Stimpilgjald: Kaupandi greiðir stimpilgjald af kaupsamningi, einstaklingar greiða 0,8 % af fasteignamati, sé um að ræða fyrstu eign greiða kaupendur 0,4% af fasteignamati. Lögaðilar greiða 1,6% af fasteignamati.
Þinglýsingarkostnaður: kr. 2.500,- af hverju skjal sem þinglýst er, í samræmi við verðskrá sýslumanns.
Þjónustu og umsýslugjald Umsýsluþóknun til fasteignasölu í samræmi við verðskrá.
Ofangreind gjöld greiðir kaupandi við undirritun kaupsamnings
Lántökugjald:  Lántökugjald er fast gjald, innheimt af lánastofnun. upplýsingar um lántökugjald má finna á heimasíðum lánastofnanna.

í vinnslu