Ljósavík LÆKKAÐ VERÐ 27, Reykjavík


TegundFjölbýlishús Stærð104.70 m2 4Herbergi 1Baðherbergi Sérinngangur

 Fjölhús fasteignasala kynnir fallega fjögurra herbergja íbúð á fjölskylduvænum stað, við Ljósuvík 27, Grafarvogi, Reykjavík.
 Um er að ræða 104,7 fm. fjögurra herbergja endaíbúð á þriðju hæð (efstu) í litlu fjölbýli. Sérinngangur íbúðar er af svalagangi.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu og stofu, hjónaherbergi, tvö barnaherbergi, baðherbergi og þvottahús. 

Nánari lýsing:
Gengið er af opnum svalagangi inn í flísalagða forstofu með góðum fataskáp. 
Eldhús er vel skipulagt með góðu skápaplássi, sérsmíðuð innrétting úr gegnheilli eik, skemmtileg vinnueyja með gaseldavél. Flísar á gólfum.
Stofa og borðstofa eru í opnu rými, parket á gólfum. Úr stofu er gengið út á suður-svalir opið svæði í suður.
Baðherbergi er með góðri sérsmíðaðri innréttingu, baðkar með sturtu, ný blöndunartæki, flísalagt í hólf og gólf.
Svefnherbergi eru þrjú Hjónaherbergi með góðum skápum úr gegnheilli eik og tvö góð barnaherbergi.
Þvottahús með innréttingu og flísum á gólfi.

Á jarðhæð er sér geymsla íbúðar ásamt sameiginlegri hjóla og vagnageymslu.

Sérlega góð eign á góðum stað vandaðar sérsmíðaðar innréttingar úr gegnheilum við,  gegnheilt eikarparket á gólfum.
Fjölskylduvænt umhverfi, stutt í leik-, grunn og framhaldsskóla ásamt alla helstu þjónustu. Frábærar gönguleiðir, útivistasvæði og golfvöllur í nágrenninu.


Nánari upplýsingar veita: Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali, gudbjorg@fjolhus.is gsm: 899 5533
Thelma Víglundsdóttir löggiltur fasteignasali, thelma@fjolhus.is, gsm: 860 4700 
Heimasíða www.fjolhus.is   Við erum á Facebook https://www.facebook.com/www.fjolhus.is/

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa:
Stimpilgjald: Kaupandi greiðir stimpilgjald af kaupsamningi, einstaklingar greiða 0,8 % af fasteignamati, sé um að ræða fyrstu eign greiða kaupendur 0,4% af fasteignamati. Lögaðilar greiða 1,6% af fasteignamati.
Þinglýsingarkostnaður: kr. 2.500,- af hverju skjal sem þinglýst er, í samræmi við verðskrá sýslumanns.
Þjónustu og umsýslugjald Umsýsluþóknun til fasteignasölu í samræmi við verðskrá.
Ofangreind gjöld greiðir kaupandi við undirritun kaupsamnings
Lántökugjald:  Lántökugjald er fast gjald, innheimt af lánastofnun. upplýsingar um lántökugjald má finna á heimasíðum lánastofnanna.

 

í vinnslu